lau 18. apríl 2020 17:00
Ívan Guðjón Baldursson
Neville: Hef talsvert minni trú á að tímabilið verði klárað
Mynd: Getty Images
Gary Neville segist hafa talsvert minni trú en áður á því að enska úrvalsdeildartímabilið verði klárað.

Rúmlega 15 þúsund manns hafa látist í Bretlandi vegna kórónuveirunnar og getur úrvalsdeildin ekki farið aftur af stað fyrr en í fyrsta lagi 8. júní.

„Fyrir fimm eða sex vikum var ég 99% viss um að deildartímabilið yrði klárað, hvort sem það yrði þá fyrir luktum dyrum eða með öðrum hætti. Sannleikurinn er sá að eins og staðan er nú hef ég talsvert minni trú á að tímabilið verði klárað," sagði Neville á Sky.

„Ég hef tekið þátt í viðræðum eigenda D-deildarliða síðustu vikur og hef séð hversu margþætt þessi áskorun er. Staðan er gríðarlega flókin, sérstaklega útaf samningsmálum. Svo er alltaf hætta á að leikmaður sýkist eftir að boltinn byrjar að rúlla, þarf þá að einangra allt liðið hans?

„Í Meistaradeildinni er líka mikil hætta á að stuðningsmenn ferðist á útileiki þó þeir verði spilaðir fyrir luktum dyrum. Það eykur smithættuna og er eitthvað sem verður að tækla.

„Það ríkir mikil óvissa útaf þessu ástandi og yfirvöld virðast vera föst. Fólk er of upptekið við að berjast fyrir eigin hagsmunum."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner