banner
   lau 18. apríl 2020 18:18
Ívan Guðjón Baldursson
Róbert Daði fyrsti Íslandsmeistarinn í eFótbolta
Mynd: KSÍ
Róbert Daði Sigurþórsson vann í dag fyrsta Íslandsmótið í eFótbolta á vegum KSÍ.

Keppt var í tölvuleiknum FIFA 20 og vann hann Aron Þormar Lárusson, liðsfélaga sinn hjá Fylki, 4-2 samanlagt í úrslitum.

Róbert Daði flaug í gegnum undanúrslitin með 7-0 sigri á Tindi Örvari Örvarssyni, sem keppti fyrir hönd Elliða.

Róbert tapaði þó fyrri úrslitaleiknum gegn Aroni þrátt fyrir að vera manni fleiri síðustu 60 mínútur leiksins eftir að Kylian Mbappe fékk að líta rauða spjaldið. Hann kom til baka í seinni leiknum og vann 3-0.

Fylkismenn báru höfuð og herðar yfir aðra keppendur mótsins. Fylkir átti fjóra af átta keppendum í 8-liða úrslitum og þá voru tveir Fylkismenn og einn úr Elliða í undanúrslitunum.

Aron Þormar hafði betur gegn Leifi Sævarssyni í undanúrslitum, 4-3 samanlagt. Leifur keppti fyrir hönd LFG.
Athugasemdir
banner
banner
banner