Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 18. apríl 2020 22:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Start og Norrköping hafa „mikinn" áhuga á Jóni Gísla
Mynd: Raggi Óla
Jón Gísli Eyland Gíslason, leikmaður ÍA, var til viðtals hjá Fótbolti.net í kvöld. Hann segir þar frá áhuga erlendra liða á sér.

„Ég veit af miklum áhuga frá tveimur félögum en það er allt í biðstöðu vegna meiðslanna sem ég lendi í í byrjun árs," sagði Jón Gísli í greininni.

Þar segir hann frá því að hann hafi átt að fara til reynslu til norska félagsins Start í upphafi árs en ekki komist vegna meiðsla sem hann varð fyrir.

Hann segir þá einnig að hann hafi til þessa farið tvisvar sinnum til Norrköping á reynslu og honum líst vel á félagið.

Fréttaritari spurði Jón Gísla hvort Start og Norrköping væru þessi tvö félög sem hann nefnir að hafa mikinn áhuga og Jón Gísli staðfesti það.
Athugasemdir
banner
banner