Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 18. apríl 2021 23:00
Aksentije Milisic
Félög og leikmenn í Ofurdeildinni gætu verið bönnuð frá keppnum UEFA og FIFA
Mynd: Getty Images
Tólf af stærstu liðum Evrópu hafa samþykkt þáttöku sína í nýrri Ofurdeild og ljóst er að þetta gæti haft hörmulegar afleiðingar fyrir fótboltann.

UEFA hefur gefið það út að öll félög og allir leikmenn sem taka þátt í þessari Ofurdeild, gætu verið bannaðir frá öllum keppnum á vegum UEFA og FIFA, hvort sem það er hjá félagsliðum eða landsliðum.

Það þýðir að leikmenn sem munu taka þátt í þessari deild, munu t.d. ekki mega spila á HM á næsta ári, svo eitthvað sé nefnt.

Ofurdeildin gaf frá sér yfirlýsingu í kvöld en þar er búist við því að þrjú lið muni bætast við í hópinn. PSG, Bayern Munchen og Dortmund hafa enn ekki samþykkt þetta.

Sagt er að félögin fái Félögin fá 530 milljarða króna fyrir að hefja leik í deildinni.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner