Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 18. maí 2019 16:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
2. deild: Völsungur upp að hlið Selfoss og KFG
Völsungur bar sigurorðið af Fjarðabyggð.
Völsungur bar sigurorðið af Fjarðabyggð.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Fjarðabyggð 0 - 1 Völsungur
0-1 Akil De Freitas ('51)

Völsungur komst upp að hlið Selfoss og KFG með því að leggja Fjarðabyggð að velli í fyrsta leik dagsins í 2. deild karla.

Ekkert var skorað í fyrri hálfleik á Eskjuvelli en snemma í seinni hálfleiknum kom fyrsta mark leiksins. Það gerði Akil De Freitas fyrir Völsung. Akil er leikmaður sem Völsungur fékk fyrir tímabilið, en hann hefur einnig leikið með Vestra og Sindra hér á landi. Hann er fæddur í Trínidad og Tóbagó.

Þetta reyndist fyrsta og eina mark leiksins því Fjarðabyggð náði ekki að svara og sigur Húsvíkinga því staðreynd.

Eftir stórt tap í fyrstu umferð gegn Kára er Völsungur núna með sex stig, eins og Selfoss og KFG. Fjarðabyggð er með þrjú stig í áttunda sæti.

Það eru þrír aðrir leikir í 2. deild karla í dag og voru tveir þeirra að hefjast klukkan 16:00.

16:00 Vestri-Kári (Olísvöllurinn)
16:00 Víðir-Tindastóll (Nesfisk-völlurinn)
18:30 Dalvík/Reynir-Leiknir F. (Boginn)
Athugasemdir
banner
banner