Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 18. maí 2019 10:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bony laus allra mála hjá Swansea - Þakkar Al Arabi
Bony var á láni hjá Al Arabi í Katar.
Bony var á láni hjá Al Arabi í Katar.
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn Wilfried Bony fær ekki nýjan samning hjá Swansea og verður því félagslaus í sumar.

Ásamt Bony eru Leroy Fer, Martin Olsson og Luciano Narsingh að yfirgefa Swansea.

Bony er þrítugur. Hann kom fyrst til Swansea 2013 og spilaði með liðinu til 2015, en þá var hann keyptur til Manchester City fyrir 25 milljónir punda. Swansea keypti hann aftur 2017 fyrir 12 milljónir punda.

Meiðsli settu strik í reikninginn hjá Bony og spilaði hann lítið fyrir Swansea frá því hann gekk aftur í raðir félagsins.

Bony var í janúar síðastliðnum lánaður til Al Arabi í Katar. Þar er Heimir Hallgrímsson við stjórnvölinn. Bony skoraði í sjö mörk í níu keppnisleikjum fyrir liðið.

Það er spurning hvort Heimir reyni að fá hann aftur en hann þakkaði félaginu fyrir á Twitter.

„Það var heiður að ganga í raðir Al Arabi í janúar. Það var mikilvægt fyrir mig eftir langvarandi meiðsli. Ég þakka Al Arabi fyrir tækifærið. Allir hafa verið stórkostlegir. Ég óska ykkur góðs gengis fyrir næsta tímabil. Núna er það fjölskyldutími og bið eftir næstu áskorun," skrifaði Bony.


Athugasemdir
banner
banner
banner