lau 18. maí 2019 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Casillas: Kemur sá dagur að ég hætti en slakið á núna
Iker Casillas.
Iker Casillas.
Mynd: Getty Images
Spænska goðsögnin Iker Casillas hefur tjáð sig um sögusagnir að hann sé að leggja hanskana á hilluna.

Casillas fékk hjartaáfall á æfingu fyrr í þessum mánuði. Sem betur var brugðist skjótt við og var það til þess að lífi hans var bjargað.

Í gærmorgun sögðu fréttamiðlar á Spáni að Casillas væri að leggja hanskana á hilluna. Casillas ákvað í kjölfarið að tjá sig um málið á Twitter.

„Það mun koma dagur þar sem ég hætti í fótbolta. En leyfið mér að tilkynna fréttirnar þegar sá dagur kemur. Slakið á núna," sagði Casillas.

„Ég átti tíma hjá dr. Felipe Macedo (á fimmtudag) og það gekk allt vel. Það eru góðu fréttirnar sem ég vildi deila með ykkur."

Casillas er einn besti markvörður sögunnar. Hann samdi við Porto 2015 eftir að hafa leikið með Real Madrid allan sinn feril þar áður. Casillas er 37 ára gamall.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner