Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   lau 18. maí 2019 05:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
England í dag - Klárar Man City þriðja titilinn?
Mynd: Getty Images
Í dag fer fram úrslitaleikur ensku FA bikarkeppninnar. Þar mætast Englandsmeistarar Manchester City og Watford.

Watford komst í úrslitaleikinn eftir framlengdan leik við Wolves í undanúrslitunum. Síðan þá hefur liðið spilað sex leiki og aðeins unnið einn þeirra. Liðið tapaði síðustu þremur deildarleikjum sínum og endaði í ellefta sæti úrvalsdeildarinnar.

Man City kláraði Brighton með einu marki gegn engu. Eftir þann leik hafa Englandsmeistararnir spilað átta leiki og unnið alla nema einn, fyrri leikinn gegn Tottenham í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Manchester City vann fyrr í vetur enska Deildabikarinn og er eins og fyrr segir Englandsmeistari svo sigur í dag yrði þriðji titilinn á leiktíðinni. Liðið er einnig handhafi Samfélagsskjöldsins.

Leikurinn hefst klukkan 16:00 í dag og er í beinni útsendingu á Stöð2Sport. Leikurinn fer fram á Wembley í London.

laugardagur 18. maí
16:00 Manchester City - Watford (Stöð2Sport)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner