Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 18. maí 2019 17:58
Ívan Guðjón Baldursson
Enski bikarinn: Man City skoraði sex í úrslitaleiknum
Mynd: Getty Images
Man City 6 - 0 Watford
1-0 David Silva ('26)
2-0 Raheem Sterling ('38)
3-0 Kevin De Bruyne ('61)
4-0 Gabriel Jesus ('68)
5-0 Raheem Sterling ('81)
6-0 Raheem Sterling ('87)

Watford átti aldrei möguleika gegn Manchester City í úrslitaleik enska bikarsins.

Englandsmeistararnir stjórnuðu leiknum frá fyrstu mínútu og skoruðu David Silva og Raheem Sterling mörkin í fyrri hálfleik. Mark Sterling var sérstaklega umtalað þar sem hann stal markinu af Gabriel Jesus með að pota í boltann þegar hann var á marklínunni. Staðan 2-0 í leihklé.

Í seinni hálfleik gerðu Kevin De Bruyne og Jesus fyrstu tvö mörkin úr skyndisóknum og leikurinn þar með endanlega búinn. Sterling var þó hvergi búinn því hann bætti tveimur síðustu mörkum leiksins við og fullkomnaði þrennuna sína.

Man City er því búið að vinna deildabikarinn, ensku úrvalsdeildina og FA bikarinn á árinu og er fyrsta karlaliðið til að vinna þessa þrennu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner