Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 18. maí 2019 07:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gray: Sterling sett góð viðmið í baráttunni við rasisma
Spenntur fyrir leiknum í dag
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Andre Gray, leikmaður Watford, mun seinna í dag spila sinn stærsta leik á ferlinum. Watford mætir Manchester City á Wembley í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar.

Gray, sem er 27 ára, lék í utandeildinni áður en hann gekk í raðir Brentford árið 2014 og er nú búinn að sanna sig í úrvalsdeildinni.

Gray var í vikunni í viðtali fyrir leikinn í dag. Þar hrósaði hann leikmanni City, Raheem Sterling, fyrir hans baráttu í garð rasisma.

„Hann hefur sett viðmið fyrir hvað þarf að gera og fólk sér hvernig staðan er," sagði Gray fyrir leikinn í dag.

Gray er sammála Sterling um að leikmenn eigi ekki að labba af velli ef þeir verða fyrir rasisma.

„Áhorfendur sigra ef við löbbum af velli þegar þeir hegða sér eins og fífl. Þeir hlæja að okkur og við erum litnir öðru ljósi."

„Við lifum í heimi þar sem rasismi mun aldrei hverfa. Þetta snýst bara um að berjast gegn honum."


Gray mætir eins og fyrr segir Sterling og hans félögum í City í úrslitaleiknum á eftir og er spenntur fyrir leiknum.

„Ég hef ekki hugsað um hvað gerist ef við vinnum. Öll mín einbeiting er á leiknum og ég vonast eftir að fá gullmedalíuna. Við vitum að þetta er lokaleikur tímabilsins og eina tækifæri okkar til þess að gera eitthvað sérstakt."

„Við höfum spilað vel gegn toppliðunum í vetur. Það er hægt að vinna City og þetta snýst um að halda aftur af þeim sem lengst."


Leikurinn hefst klukkan 16:00 og er í beinni útsendingu á Stöð2Sport. Leikið er á Wembley.
Athugasemdir
banner
banner