Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 18. maí 2019 18:12
Ívan Guðjón Baldursson
Inkasso: Grótta vann Þór á Akureyri
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Ansi merkileg úrslit litu dagsins ljós í Inkasso-deild karla í dag þegar ungt og spennandi lið Gróttu heimsótti Þór á Akureyri.

Gestirnir frá Seltjarnarnesi byrjuðu af hörku og voru óvænt komnir 0-2 yfir eftir aðeins þrjár mínútur. Axel Sigurðarson og Óliver dagur Thorlacius skoruðu þá framhjá sofandi vörn heimamanna, sem minnkuðu þó muninn skömmu síðar. Nacho Gil skoraði þá úr vítaspyrnu eftir klaufalegt brot innan vítateigs.

Axel kom Gróttu í 1-3 fyrir leikhlé og minnkaði Nacho muninn strax eftir leikhlé. Þórsarar voru að taka öll völd á vellinum eftir markið en þá fékk Orri Sigurjónsson beint rautt spjald og þrautin orðin þyngri fyrir tíu heimamenn sem tókst ekki að jafna. Lokatölur 2-3 fyrir Gróttu sem er með fjögur stig eftir þrjár umferðir. Þetta eru fyrstu stigin sem Þórsarar tapa og eru þeir áfram með sex stig.

Í Grafarvogi var Fjölnir við stjórn frá fyrstu mínútu gegn Magna. Guðmundur Karl Guðmundsson og Albert Brynjar Ingason skoruðu mörkin í fyrri hálfleik.

Hans Viktor Guðmundsson bætti þriðja markinu við eftir leikhlé áður en Gunnar Örvar Stefánsson minnkaði muninn fyrir Magna. Nokkru síðar fékk Sigurpáll Melberg Pálsson sitt annað gula spjald og heimamenn orðnir manni færri en með góða forystu.

Það sakaði ekki að missa mann útaf því Ingibergur Kort Sigurðsson gerði síðasta mark leiksins og lokatölur 4-1.

Fjölnir er í þriðja sæti með sex stig á meðan Magni situr stigalaus á botninum, með markatöluna 3-11.

Þór 2 - 3 Grótta
0-1 Axel Sigurðarson ('1)
0-2 Óliver Dagur Thorlacius ('3, víti)
1-2 Nacho Gil ('6, víti)
1-3 Axel Sigurðarson ('37)
2-3 Nacho Gil ('50, víti)
Rautt spjald: Orri Sigurjónsson, Þór ('61)

Fjölnir 4 - 1 Magni
1-0 Guðmundur Karl Guðmundsson ('13)
2-0 Albert Brynjar Ingason ('26)
3-0 Hans Viktor Guðmundsson ('50)
3-1 Gunnar Örvar Stefánsson ('56)
4-1 Ingibergur Kort Sigurðsson ('83)
Rautt spjald: Sigurpáll Melberg Pálsson , Fjölnir ('76)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner