Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 18. maí 2019 09:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: BBC 
United á enn möguleika á að fá De Ligt
Powerade
Rashford er í slúðrinu.
Rashford er í slúðrinu.
Mynd: Getty Images
Lallana til Southampton?
Lallana til Southampton?
Mynd: Getty Images
Á United enn möguleika á De Ligt?
Á United enn möguleika á De Ligt?
Mynd: Getty Images
Griezmann er sagður á leið til Barcelona.
Griezmann er sagður á leið til Barcelona.
Mynd: Getty Images
Það er komið sumar og það er skemmtilegur tími ársins í fótboltanum. Næstu vikur og mánuði munu fjölmörg félagaskipti eiga sér stað hjá stærstu félögum heims. Hérna kemur slúðurpakki dagsins.

Marcus Rashford (21) vill vera viss um að Manchester United stefni í rétta átt áður en hann skuldbindur sig félaginu og samþykkir nýjan samning. (Sun)

Manchester United er búið að hafa samband við Fulham vegna Ryan Sessegnon (19). (Sky Sports)

Jasper Cillessen (30), varamarkvörður Barcelona, er líklegur til þess að leysa David de Gea (28) af hólmi ef Spánverjinn fer frá Manchester United í sumar. (Record)

Adam Lallana (31), leikmaður Liverpool, vill snúa aftur til Southampton. (Express)

Everton er að undirbúa 35 milljón punda tilboð í Callum Wilson (27), sóknarmann Bournemouth. Everton gæti þurft að selja miðjumanninn Idrissa Gueye (29) til að fjármagna kaup á Wilson. (Sun)

Everton hefur líka áhuga á Aleksandar Mitrovic (24), sóknarmanni Fulham, sem vill vera áfram í ensku úrvalsdeildinni. (Sky Sports)

Ítalíumeistarar Juventus hafa haft samband við Chelsea vegna Maurizio Sarri, stjóra liðsins. Massimiliano Allegri mun ekki halda áfram sem stjóri Juventus eftir tímabilið. (SNAI)

Juventus hefur einnig áhuga á Mauricio Pochettino, stjóra Tottenham. (Express)

Sarri vill fá snögga ákvörðun frá Chelsea um framtíð sína eftir úrslitaleik Evrópudeildarinnar. (Times)

Brasilíski hægri bakvörðurinn Dani Alves (36) er ekki enn búinn að skrifa undir nýjan samning við Paris Saint-Germain þar sem hann vill fara í ensku úrvalsdeildina. (UOL Esporte)

Manchester United á enn möguleika á því að fá Matthijs de Ligt (19) fyrirliða Ajax þrátt fyrir að vera ekki í Meistaradeildinni á næsta tímabili. (Telegraph)

Manchester United er líka að fylgjast með Elif Elmas (19), miðjumanni Fenerbache. (Mail)

Newcastle og Rafa Benitez munu halda áfram viðræðum um helgina. Samningur Benitez við Newcastle rennur út í næsta mánuði. (Newcastle Chronicle)

Lögmaður Antoine Griezmann (28) mun hitta háttsetta aðila hjá Barcelona fljótlega til þess að klára félagaskipti Frakkans frá Atletico Madrid til Barcelona. (Marca)

Manchester City og PSG hafa útilokað að fá Griezmann sem er á förum frá Atletico. (Independent)

Rodri (22), miðjumaður Atletico Madrid, er með tilboð á borðinu frá Manchester City. (AS)

Arsenal er nálægt því að ganga frá kaupum á argentíska varnarmanninum Walter Kannemann (28) fyrir 10,5 milljónir punda. Hann leikur með Gremio í Brasilíu. (Calciomercato)

Aðilar hjá Newcastle segja að Sean Longstaff (21), sem orðaður hefur verið við Manchester United, sé ekki til sölu í sumar. (Newcastle Chronicle)

Chelsea er að íhuga að fá David Neres (22) frá Ajax. Neres er brasilískur kantmaður. Chelsea er vongott um að fá félagaskiptabanni sínu aflétt. (Star)

Everton hefur rætt við danska markvörðinn Jonas Lössl (30). Hann er án félags eftir að hafa síðast leikið með Huddersfield. (Mail)

Arsenal vill að Tyreece John-Jules og Xavier Amaechi (báðir 18) skrifi undir nýja samninga. Þeir hafa vakið áhuga frá Bayern München og öðrum þýskum félögum. (Goal.com)

Norwich, sem verður nýliði í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili, fylgist með stöðu mála hjá Marvin Bakalorz (29), fyrirliða Hannover í Þýskalandi. (Eastern Daily Press)
Athugasemdir
banner
banner
banner