Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 18. maí 2020 23:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: MBL 
Alexandra: Sé fram á að geta spilað alla leiki ef ég verð valin í liðið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alexandra Jóhannsdóttir, miðjumaður Breiðabliks í Pepsi Max-deildinni átti að fara með íslenska kvennalandsliðinu til Pinatar á Spáni en þurfti að draga sig úr hópnum vegna meiðsla aftan í læri.

Alexandra er vongóð um að vera komin á fulla ferð þegar Íslandsmótið fer af stað. Fyrsti leikur Breiðabliks er gegn FH þann 13. júní og fer hann fram á Kópavogsvelli.

Hún segir, í viðtali við mbl.is að hún þurfi að hita betur upp en hún getur þessa stundina tekið þátt í öllum æfingum liðsins og er vongóð um að geta spilað alla leikina í sumar.

„Ég fékk þær frétt­ir á dög­un­um að þetta væri eitt­hvað sem ég þyrfti að vinna í í allt sum­ar Ég á engu að síður að geta spilað og æft, svo framar­lega sem ég versna ekki. Ég sé þess vegna fram á að geta spilað alla leiki, svo framar­lega sem ég er val­in í liðið, og að geta tekið þátt í öll­um æf­ing­um í sum­ar," sagði Alexandra.
Athugasemdir
banner
banner