Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 18. maí 2020 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Bann Gelson Martins framlengt til nóvember
Martins í leik með Portúgal á HM 2018.
Martins í leik með Portúgal á HM 2018.
Mynd: Getty Images
Portúgalski kantmaðurinn Gelson Martins var dæmdur í sex mánaða bann fyrir að ýta dómara í leik í frönsku deildinni fyrr í vetur.

Martins fékk rautt spjald í 3-1 tapi Mónakó gegn Nimes 1. febrúar og missti af sex leikjum áður en franska deildin var stöðvuð vegna kórónuveirunnar.

Deildartímabilinu þar í landi var svo aflýst en Martins slapp ekki við leikbannið, því var einfaldlega frestað. Martins er búinn með fimm vikur af sex mánaða dómnum og mun klukkan byrja aftur að tifa þegar leikmannamarkaðurinn opnar 1. júlí. Það þýðir að kantmaðurinn verður klár í slaginn í nóvember.

Hinn 25 ára gamli Martins var gífurlega eftirsóttur sem leikmaður Sporting. Hann yfirgaf félagið við vafasamar kringumstæður til að ganga í raðir Atletico Madrid en hefur ekki tekist að festa sig í sessi.

Mónakó er talið hafa greitt um 30 milljónir evra fyrir Martins, sem á 21 leik að baki fyrir Portúgal.

Sjá einnig:
Gelson Martins í sex mánaða bann fyrir að ýta dómara
Athugasemdir
banner
banner
banner