banner
   mán 18. maí 2020 22:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Beckham að krækja í Sturridge?
Mynd: Getty Images
Daniel Sturridge rifti samningi sínum hjá Trabzonspor í mars eftir að hafa verið settur í fjögurra mánaða bann vegna brots á veðmálareglum þegar hann var á mála hjá Liverpool.

Sturridge er sagður í viðræðum við tvö félög í MLS um félagaskipti eftir að leikbannið klárast. Sturridge skoraði sjö mörk í fimmtán leikjum með Trabzonspor.

Samkvæmt heimildum Goal eru bæði DC United og Inter Miami sögð hafa áhuga á enska framherjanum.

DC United hefur ekki fundið arftaka Wayne Rooney hjá félaginu. Inter Miami, sem er í eigu David Beckham, er einnig sagt í framherjaleit og Sturridge gæti verið sá rétti fyrir nýja félagið.
Athugasemdir
banner
banner
banner