Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 18. maí 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Bobic staðfestir að Frankfurt vill kaupa Andre Silva
Silva er aðeins 24 ára gamall en hefur skorað 15 mörk í 34 landsleikjum fyrir Portúgal.
Silva er aðeins 24 ára gamall en hefur skorað 15 mörk í 34 landsleikjum fyrir Portúgal.
Mynd: Getty Images
Fredi Bobic, yfirmaður íþróttamála hjá Eintracht Frankfurt, staðfesti í gær að Frankfurt hefði áhuga á að kaupa portúgalska sóknarmanninn Andre Silva af AC Milan.

Silva fór til Frankfurt á tveggja ára lánssamning sem rennur út sumarið 2021. Hann byrjaði illa í Þýskalandi en komst í gang rétt áður en knattspyrnuheimurinn stöðvaðist vegna kórónuveirunnar, þar sem hann skoraði fimm mörk í síðustu níu leikjum fyrir pásu.

Hann steig aftur á völlinn með Frankfurt á laugardaginn en tapaði 1-3 fyrir toppbaráttuliði Borussia Mönchengladbach. Silva gerði eina mark Frankfurt í leiknum.

„Við viljum halda honum lengur heldur en lánssamningurinn segir til um, það er ljóst. Það er okkar ósk en við verðum að sætta okkur við þann erfiða raunveruleika að við gætum ekki átt efni á honum vegna kórónuveirunnar," sagði Bobic.

Milan borgaði 38 milljónir evra til að fá Silva til sín frá Porto. Sóknarmanninum hefur ekki tekist að festa sig í sessi síðan þá, hvorki hjá Milan né Sevilla, og er metinn á 20 milljónir evra í dag.
Athugasemdir
banner
banner