Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 18. maí 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Chiellini hefur miklar mætur á Mbappe: Framtíðin er hans
Mynd: Getty Images
Fleiri brot úr sjálfsævisögu ítalska varnarmannsins Giorgio Chiellini hafa verið birt í fjölmiðlum.

Í einum partinum ræðir Chiellini um franska ungstirnið Kylian Mbappe sem er lykilmaður í liði PSG og talinn til bestu knattspyrnumanna heims þrátt fyrir að vera aðeins 21 árs.

„Hver á eftir að verða næsta stórstjarna og sanka að sér titlum og einstaklingsverðlaunum eftir að Cristiano og Messi hætta að spila? Það er Frakkinn Kylian Mbappe, sannarlega einstakur leikmaður," skrifaði Chiellini.

„Ég sá hann í fyrsta sinn í sjónvarpinu í Meistaradeildinni 2016-17 með Mónakó gegn Manchester City. Hann var frábær. Eftir fyrri hálfleikinn spurði ég Fabio Paratici: 'Hver er þetta? Frá hvaða plánetu er hann?'

„Fabio svaraði: 'Já við höfum fylgst með honum í smá tíma. Þetta er óstöðvandi sóknarmaður'. Á þessum tíma var hann aðeins 18 ára gamall.

„Við mættum honum í undanúrslitum þetta tímabilið. Núna er hann 21 árs og er nú þegar orðinn heimsmeistari. Hann er snöggur, tæknilegur og með gott innsæi... hann vantar ekki neitt.

„Mér finnst Mbappe vera betri heldur en Neymar. Framtíðin er hans."

Athugasemdir
banner
banner
banner