Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 18. maí 2020 13:48
Elvar Geir Magnússon
Ensku liðin mega byrja að æfa í smáum hópum
Liverpool á æfingu.
Liverpool á æfingu.
Mynd: Getty Images
Frá og með morgundeginum mega ensku úrvalsdeildarliðin hefja æfingar að nýju í smáum hópum.

Þetta var samþykkt í atkvæðagreiðslu sem tengist 'Project Restart' endukomuáætlun ensku úrvalsdeildarinnar.

Leikmenn verða að halda fjarlægð og snertingar eru ekki leyfðar.

Eftir að hafa ráðlagt sig við leikmenn, stjóra, lækna, sérfræðinga og stjórnvöld var þetta samþykkt.

Í yfirlýsingu ensku úrvalsdeildarinnar er sagt að farið verið eftir nákvæmum reglum til að tryggja að öryggis sé gætt.

Samkvæmt enskum fjölmiðlum er nú miðað við að reyna að hefja leik aftur í ensku úrvalsdeildinni þann 19. júní.
Athugasemdir
banner
banner