Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 18. maí 2020 09:30
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Fleiri mínútur fyrir fleiri unga leikmenn
Úr leik í Pepsi Max-deild karla.
Úr leik í Pepsi Max-deild karla.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leikið verður þétt í Pepsi Max-deild karla í sumar. Í júlí verða sex umferðir sem og í ágúst en þar gætu einnig bæst við leikir í Mjólkurbikarnum. Sögulínur sumarsins voru ræddar í útvarpsþætti Fótbolta.net á X-inu um helgina og þar var meðal annars rætt hvort ungir leikmenn fái fleiri mínútur í sumar í ljósi þess hversu stutt er á milli leikja.

„Þrátt fyrir að lið í efstu deild hafi verið með 3-4 unga leikmenn sem allir vita að geti skilað mínútum þá hafa þeir ekki verið að fá ungar mínútur. Gögn sýna að við höfum notað lítið af ungum leikmönnum. Þessar mínútur hljóta að telja miklu meira í ár. Þetta eru tólf leikir í tveimur mánuðum plús bikar," sagði Tómas Þór Þórðarson í þættinum um helgina.

„Ég trúi ekki öðru en að við fáum fleiri mínútur og fleiri óvænt ung nöfn í dagsljósið. Fleiri ungir strákar, ég er ánægður með það," bætti Tómas við.

„Þetta gæti orðið til þess að leikmenn sem eru vanalega númer 19-20 í hópnum og gætu farið á lán í 1. deildina þeir eru ekki endilega að fara. Þjálfararnir vilja halda öllum í hópnum og sjá hvernig þetta spilast," sagði Ingólfur Sigurðsson í þættinum á laugardag.

Í þættinum var einnig rætt um þann möguleika að fimm skiptingar verði í leikjunum í Pepsi Max-deildinni í sumar en FIFA hefur gefið deildarkeppnum leyfi á að fjölga skiptingum tímabundið.

Umferðir eftir mánuðum
Júní - Þrjár umferðir
Júlí - Sex umferðir
Ágúst - Sex umferðir
September - Þrjár umferðir
Október - Fjórar umferðir
Boltahringborð - Sögulínur sumarsins í Pepsi Max
Athugasemdir
banner
banner
banner