Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 18. maí 2020 11:00
Magnús Már Einarsson
Gagnrýni fyrir kynlífsdúkkur í stúkunni
Mynd: Getty Images
FC Seoul í Suður-Kóreu fékk gagnrýni um helgina fyrir að vera með kynlífsdúkkur í sætunum í stúkunni á leik hjá liðinu.

Leikið er fyrir luktum dyrum í Suður-Kóreu þessa dagana og FC Seoul ákvað að fara nýstárlegar leiðir með því að setja upp gínur í sætunum í stúkunni. Félagið fékk hins vegar mikla gagnrýni þar sem sagt var að um kynlífsdúkkur að ræða.

Seoul sendi frá sér yfirlýsingu þar sem félagið tók skýrt fram að um hefði verið að ræða gínur en ekki kynlífsdúkkur.

Félagið sagðist hins vegar hafa keypt gínurnar frá fyrirtæki sem býr til kynlífstæki.

FC Seoul baðst afsökunar á þessu eftir leikinn um helgina og líklegt þykir að félagið fari aðrar leiðir fyrir næsta heimaleik sinn.


Athugasemdir
banner
banner
banner