mán 18. maí 2020 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Heimta að setja allt félagið í sóttkví ef einn sýkist
Mynd: Getty Images
Ítalska ríkisstjórnin hefur ekki enn komist að samkomulagi við Serie A deildina og ítalska knattspyrnusambandið um endurræsingu tímabilsins.

Ástandið á Ítalíu hefur skánað til muna og eru talsvert færri sýkingar og dauðsföll vegna kórónuveirunnar nú heldur en fyrir nokkrum vikum.

Knattspyrnufélög eru byrjuð að æfa í litlum hópum en það eru ýmis atriði sem ekki næst samkomulag. Eitt af þessum atriði eru viðrögð og siðareglur ef leikmaður smitast af veirunni.

Þýski botinn fór af stað um helgina og þar samþykkti ríkisstjórnin að ef leikmaður sýkist þá er hann settur í sóttkví en enginn annar. Ítalska ríkisstjórnin vill ekki samþykkja þetta og er hörð á því að heilu félögin verði sett í sóttkví ef leikmenn sýkjast.

Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, staðfesti þetta í ávarpi í gærkvöldi. Stefnt var að hefja ítalska deildartímabilið aftur um miðjan júní en nú líta síðasta helgin í júní og sú fyrsta í júlí út sem raunhæfari dagsetningar.
Athugasemdir
banner
banner
banner