Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 18. maí 2020 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Klopp: Við byrjuðum að elska leikinn án áhorfenda
Mynd: Getty Images
Þýska deildin er sú fyrsta af helstu deildum Evrópu til að fara aftur af stað eftir pásu vegna kórónuveirunnar.

Spilað er fyrir luktum dyrum, eins og verður gert í öðrum deildum þegar þær fara aftur af stað.

Mikið hefur verið rætt um leiki fyrir luktum dyrum þar sem hluti fólks er þeirrar skoðunar að það sé ekki þess virði að spila fótbolta án stuðningsmanna. Stuðningsmenn og andrúmsloftið sem þeir skapa sé það sem geri knattspyrnu að knattspyrnu.

Aðrir eru ósammála þessu og telja Jürgen Klopp, stjóra Liverpool, hafa hitt naglann á höfuðið með einföldum ummælum sínum í gær.

„Við byrjuðum öll að spila fótbolta án áhorfenda og við elskuðum þennan leik útaf öðrum hlutum heldur en andrúmsloftinu sem skapast á stórum leikvangi," sagði Klopp.
Athugasemdir
banner
banner
banner