Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 18. maí 2020 16:00
Elvar Geir Magnússon
Leikmenn þurfa að hlýða fyrirmælum
Mynd: Getty Images
Þýska Bundesligan hefur minnt leikmenn á að hlýða fyrirmælum en leikmenn Hertha Berlín fengu talsverða gagnrýni fyrir of mikla nánd í fagnaðarlátum sínum í 3-0 sigri gegn Hoffenheim um helgina.

Þá virtist Dedryck Boyata kyssa Marko Grujic.

Leikmenn Berlínarliðsins fá ekki refsingu en Robert Klein, framkvæmdastjóri deildarinnar, segir að leikmenn þurfi að muna eftir fyrirmælunum.

„Það eru skýr fyrirmæli og það þurfa allir að virða þau. Það er sagt leikmönnum að virða fjarlægð þegar mörkum er fagnað," segir Klein.

„Félög vinna með sínum leikmönnum og á hverjum degi er rætt við þá um hvað þurfi að gera til að hægt verði að klára deildina."
Athugasemdir
banner
banner
banner