Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 18. maí 2020 18:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lingard: Farið í djúpa öldudali en er hér núna
Mynd: Getty Images
Jesse Lingard, 27 ára gamall leikmaður Manchester United, hefur verið á mála hjá félaginu frá því hann var sjö ára gamall. Hann hefur ekki alltaf verið í uppáhaldið meðal stuðningsmanna félagsins en hann tjáði sig um stöðu sína í dag í viðtali við heimasíðu Manchester United.

„Það sem allt snýst um er að einbeita sér að leiknum, að ná inn sigrum. Ég er hér, þrátt fyrir alla djúpu öldudalina, og get það sem ég elskað mest, að fara út á völlinn."

„Ég elska að spila fótbolta og þegar þú hefur tækifæri til að gera það hjá félagi eins og Man United þá reyniru að vera jákvæður. Þú verður að njóta, taka það jákvæða. Þegar ég var að koma upp hjá félaginu þá tók maður eftir öllum titlunum og sögu félagsins."

„Það gaf manni innspýtingu að sjá velgengnina og þú vilt leggja hart að þér til að fylla í þau fótspor sem aðrir sem náðu árangrinum skildu eftir sig."

„Við förum í gegnum mismunandi tímabil á lífsleiðinni og hlutir breytast. Stjórar koma og lífið breytist en sem félag finnum við fyrir stuðning. Við erum hungraðir í sigra,"
sagði Lingard.
Athugasemdir
banner
banner