Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 18. maí 2020 12:30
Magnús Már Einarsson
Momo Sissoko hélt að ferlinum væri lokið 21 árs
Mynd: Getty Images
Momo Sissoko, fyrrum miðjumaður Liverpool, segir að meiðsli á auga sem hann varð fyrir í leik gegn Benfica árið 2006 hafi haft mikil áhrif á feril hans.

Sissoko missti sjónina tímabundið eftir að Beto, miðjumaður Benfica, fór með fótinn í andlitið á honum í leik í Meistaradeildinni.

„Ég man alltaf eftir þessu. Læknirinn sagði við mig, 'Ég held að fótboltinn sé búinn hjá þér.' Þetta var áfall. Ég var 21 árs að spila með Liverpool og mér leið mjög illa," sagði Sissoko í viðtali við The Athletic í dag.

„Ég vissi um leið og ég fékk þetta spark að þetta var alvarlegt. Þetta var svo sársaukafullt. Ég sá ekki neitt með auganu. Þetta var ógnvekkjandi. Ég var samt reiðari út í lækninn á sjúkrahúsinu heldur en Benfica leikmanninn í hreinskilni sagt. Á þessu augnabliki varð ég þunglyndur og þetta voru mjög erfiðir dagar."

Sissoko var á sínu fyrsta tímabili með Liverpool þegar hann meiddist. Eftir það fór ferill hans á Anfield niður á við og á endanum fór hann til Juventus árið 2008. Í kjölfarið tók við mikið flakk á milli félaga hér og þar í heiminum en hann segir að meiðslin hafi haft mikil áhrif á ferilinn.

„Það var leiðinlegt að fara. Ég kom til Liverpool og spilaði mjög vel en eftir meiðslin var andleg líðan mín ekki sú sama. Það var mín ákvörðun að fara. Ég ræddi við Rafa (Benítez) hann skildi mig og það voru engin vandamál á milli okkar," sagði Sissoko.

Hinn 35 ára gamli Sissoko lagði skóna á hilluna í byrjun árs.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner