Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 18. maí 2020 23:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óli Stefán vill hafa úrslitakeppni eftir hefðbundna deildarkeppni
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Óli Stefán Flóventsson, þjálfari KA í Pepsi Max-deildinni, var til viðtals í hlaðvarpsþættinum Mín skoðun í dag.

Valtýr Björn Valtýsson stýrir þættinum og spurði hann Óla Stefán út í ástandið og hvaða áhrif það hefði á Íslandsmótið. Umræðan þróaðist út í lengingu mótsins til lengri tíma litið.

Valtýr spurði Óla hvort hann myndi vilja fjölga liðum í efstu deild eða leika þrefalda umferð.

„Ég hef mikið spáð og spekúlerað og er kominn með hina fullkomnu lausn í þessu. Við eigum að halda okkur við þessi tólf lið og setja inn úrslitakeppni. Við eigum að spila þessar umferðir sem eru í dag og undir lok móts skiptist deildin."

„Hún myndi þá skiptast í miðju í efri hluta og neðri hluta. Liðin taka með sér stigin úr deildinni og þar hefst annað mót. Þar kæmi úrslitakeppnisfílingur með fimm auka leikjum."

„Þeir leikir væru með mikið vægi í toppslögum og botnslögum í opinni botnbaráttu. Ég held að þetta sé hin fullkomna framtíð fyrir okkur."

„Ég er hissa að ég hafi ekki heyrt þetta og menn hafi ekki opnað betur á þetta. Mér finnst þessi hugmynd geggjuð. Frábært í ljósi þessa að í venjulegu móti eru tvö lið að spila um Evrópusæti og tvö um það falla í lokaumferðinni. Oft er annað þegar ráðið."

„Þarna fengjum við rosalegt vægi í lokaleikina og fáum inn þessa aukaleiki sem upp á vantar,"
sagði Óli.

Sjá einnig:
Fleiri tillögur um lengingu Íslandsmótsins
Athugasemdir
banner
banner