Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 18. maí 2020 10:00
Magnús Már Einarsson
Segir að leikmenn eigi ekki að fá laun ef þeir neita að æfa
Úr leik í ensku úrvalsdeildinni.
Úr leik í ensku úrvalsdeildinni.
Mynd: Getty Images
Ónefndur forráðamaður hjá félagi í ensku úrvalsdeildinni segir í viðtali við Sky Sports í dag að leikmenn í ensku úrvalsdeildinni eigi ekki að fá greidd laun ef þeir neita að æfa.

Búist er við að lið hefji æfingar í litlum hópum í vikunni og stefnt er á að enska úrvalsdeildin hefjist aftur 19. júní eftir rúmlega þriggja mánaða pásu vegna kórónaveirunnar.

Nokkrir leikmenn hafa stigið fram og lýst því yfir að þeir hafi áhyggjur af öryggi sínu ef þeir hefja strax æfingar á nýjan leik.

„Ég held að þeir ættu ekki að fá borgað þá. Við erum í þeirri stöðu að við vitum ekki hver staðan er með samninga þeirra í augnablikinu," sagði þessi ónefndi forráðamaður.

„Ef þú spyrð fólk úti á götu hvort það vilji spila og æfa fótbolta, á móti fólki sem fer í skimanir tvisvar í viku, og fá 60 þúsund pund á viku fyrir það. Það myndu allir segja já."
Athugasemdir
banner