Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 18. maí 2020 11:25
Magnús Már Einarsson
Tímabilinu lokið í Skotlandi - Celtic meistari
Mynd: Getty Images
Ákveðið hefur verið að ljúka tímabilinu í Skotlandi vegna kórónaveirunnar.

Keppni var hætt 13. mars en þá áttu flest lið í deildinni átta leiki eftir.

Celtic hefur verið krýndur skoskur meistari en liðið var með þrettán stiga forskot á Rangers þegar keppni var hætt.

Þetta er níunda tímabilið í röð sem Celtic vinnur skosku deildina.

Ákveðið var að fara eftir stigum að meðaltali en Hearts fellur niður í næstefstu deild. Þetta var tilkynnt á fundi hjá skosku úrvalsdeildinni í dag.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner