Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 18. maí 2020 12:00
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Toppliðin veðja á danska framherja - Hver skorar mest?
Thomas Mikkelsen (Breiðablik) - 13 mörk í 20 leikjum 2019.
Thomas Mikkelsen (Breiðablik) - 13 mörk í 20 leikjum 2019.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjögur af fimm efstu liðunum í síðustu ótímabæru spá fyrir tímabilið í Pepsi Max-deildinni eru með danskan leikmann í fremstu víglínu. Í útvarpsþætti Fótbolta.net á laugardaginn var spáð í það hver muni skora mest af þessum dönsku framherjum í sumar.

Thomas Mikkelsen, framherji Breiðabliks, varð þar fyrir valinu en hann skoraði þrettán mörk á síðustu leiktíð.

„Mikki refur skorar mest. Ég þori að veðja. Hann mun fá nóg af færum og liðið hans mun skora flest mörk. Mér finnst þetta mjög auðvelt reikningsdæmi," sagði Ingólfur Sigurðsson í þættinum á laugardaginn.

„Ég held að þeir fái mikið af færum og verði með góð föst leikatriði og hann er svo góður í að sparka fótboltanum í markið," sagði Tómas Þór Þórðarson.

„Ég held að hann skori það oft tvö mörk plús í leik að hann taki þetta á endanum. Það verður ekki mikill munur á honum og Patrick Pedersen, sem er pund fyrir pund besti framherjinn og mögulega besti leikmaðurinn í þessari deild."
Boltahringborð - Sögulínur sumarsins í Pepsi Max
Athugasemdir
banner
banner
banner