Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 18. maí 2020 14:30
Magnús Már Einarsson
Tvö hollensk félög fara aftur yfir í náttúrulegt gras
Mynd: Fótbolti.net - Andri Fannar
VVV Venlo og Ado Den Haag, sem spiluðu í hollensku úrvalsdeildinni í vetur, hafa ákveðið að hætta að leika á gervigrasi og snúa aftur á náttúrulegt gras.

Búið er að flauta tímabilið af í Hollandi vegna kórónaveirunnar og félögin ætla að nýta pásuna fyrir næsta tímabil til að setja gras á vellina sína.

Nokkur félög í Hollandi hafa fært sig yfir á gervigras undanfarin ár en nú eru sum þeirra farin að snúa aftur á gras.

Ein af ástæðum þess er að félögin sem eru í Evrópukeppni í Hollandi deila 4% af tekjum sínum frá UEFA með þeim félögum sem spila á náttúrulegu grasi.

Félögin sem eru í Evrópukeppni vilja með þessu hvetja félög til að halda úti völlum með náttúrulegu grasi.
Athugasemdir
banner
banner