Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 18. maí 2021 23:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
„Spenntust fyrir því að taka þátt í sögulegu tímabili með liðinu sem ég elska"
Markmið Murielle er það sama og markmið liðsins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Murielle Tiernan var í gær valin besti leikmaður 3. umferðar Pepsi Max-deildarinnar. Murr lagði upp bæði mark Tindastóls í sigrinum gegn ÍBV á laugardag. Sigurinn var fyrsti sigur Tindastóls í efstu deild, liðið er í efstu deild í fyrsta sinn.

Fréttaritari hafði samband við sóknarkonuna og spurði hana nokkurra spurninga.

Spenntust fyrir því að taka þátt í sögulegu tímabili
Hversu spennt varstu að koma inn í þetta tímabil og geta borið þig saman við bestu leikmenn landsins?

„Það er alltaf gaman að spila gegn bestu andstæðingunum. En ég er spenntust fyrir því að taka þátt í þessu sögulega tímabili með liðinu sem ég elska. Þetta hefur verið draumur margra heimastúlkna í langan tíma og það er mjög gaman að spila við hlið þeirra," sagði Murielle.

Hennar markmið er það sama og liðsins
Hvert er þitt markmið í sumar?

„Markmiðið í sumar er mjög einfalt, að halda sér í deildinni."

Ertu með eitthvað einstaklingsmarkmið?

„Nei, mitt markmið er það sama og liðsins. Ég vil hjálpa liðinu í því að ná árangri."

Frábær tilfinning
Hvernig var tilfinningin að vinna fyrsta leikinn í sögu félagsins í efstu deild?

„Hún var frábær. Það var enn ljúfara að ná inn sigrinum með svona góðri liðsframmistöðu. Við eigum enn eftir að pússa nokkra hluti en það var frábært að sjá sumt af því sem við höfum einbeitt okkur að ganga upp og hjálpa til að ná í þennan sögulega sigur. Við viljum byggja ofan á það jákvæða úr hverjum leik og viljum halda áfram að bæta okkur."

Verðskulduð fjögur stig
Hvernig hefur byrjunin verið og hvernig er hugarfarið fyrir komandi leiki?

„Byrjunin hefur verið góð, við erum ánægð með fjögur stig úr fyrstu tveimur leikjunum og okkur finnst við verðskulda öll þessi stig. Við einbeitum okkur að einum leik í einu og hugsunin er að halda í okkar gildi, vinna vel fyrir hvor aðra og að gefast aldrei upp," sagði Murielle.

Næsti leikur Tindastóls er gegn Breiðabliki á morgun.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner