Real Madrid vill Konate - Arsenal ætlar að fá sóknarmann - Höjlund á óskalista Inter
Elmar Kári: Búinn að bíða eftir þessu
Maggi: Sýnir trúna sem við erum með
Vuk: Er kannski nær markinu og með meira sjálfstraust
Jón Þór: Stóru vandamálin liggja ekki þar
Rúnar: Hefur fengið að blómstra í þessu hlutverki
Heimir: Þá fer þetta að verða eins og umræðan var árið 2022
Elmar Atli: Maður var búinn að bíða eftir þessu
Auður: Gaman að ná að vinna Þrótt sem voru taplausar í deildinni
Haddi: Gjörsamlega óþolandi hvað sumir mega öskra inn á völlinn
Óli Kristjáns: Ábyrgðin á mér og stelpunum
„Við komumst út úr þessu það er klárt mál"
Davíð Smári: Skjaldarmerki þess sem Vestri stendur fyrir
Óskar Smári: Ótrúlega stoltur af liðinu mínu í dag
Murielle Tiernan: Eina sem þú þarft að gera er að setja hann inn
Gummi Kri: Er það ekki svoleiðis sem við viljum hafa þetta?
Tufa um rauða spjaldið: Okk­ur á bekkn­um fannst hann hlaupa á Bjarna og henda sér niður
Jökull: Hefði viljað sjá okkur vera meira 'ruthless' í byrjun leiks
Alli Jói: Er svekktur með sjálfan mig
Haraldur: Kemur auka orka þegar við missum mann af velli
Gunnar Heiðar: Eins og við þyrftum að fá mark í andlitið til þess að allir kveiki á sér
   sun 18. maí 2025 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sjáðu draugamark ÍA í Njarðvík
Kvenaboltinn
Skagakonur sóttu stig til Njarðvíkur í gær.
Skagakonur sóttu stig til Njarðvíkur í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grindavík/Njarðvík var við það að landa þremur stigum á heimavelli sínum í Njarðvík þegar Skagamenn náðu að jafna leikinn og tryggja sér með því eitt stig.

Jöfnunarmarkið er ansi umdeilt og erfitt að sjá hvort boltinn hafi farð yfir línuna á marki heimakvenna.

Ísabel Jasmín Almarsdóttir, leikmaður ÍA, átti skot fyrir utan teig sem fór af varnarmanni og María Martínez López í marki heimakvenna náði ekki að verja skotið almennilega. Hún missti boltann upp í loftið áður en hún svo náði að koma honum í burtu.

Út frá upptöku er mjög erfitt að sjá hvort boltinn hafi farið yfir línuna en aðstoðardómarinn, Abdelmajid Zaidy, var viss í sinni sök og veifaði flaggi sínu. Dómari leiksins, Ásgeir Sigurðsson, flautaði þá í flautu sína og benti á miðjuna, mark skorað.

Fyrirliði heimakvenna, Viktoría Sól Sævarsdóttir, fékk að líta gult spjald fyrir mótmæli þar sem heimaliðið var allt annað en sátt við niðurstöðuna.

Atvikið má í spilaranum efst. Bæði lið eru með fjögur stig eftir þrjá leiki í Lengjudeildinni.
Athugasemdir
banner