Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
   mán 18. júní 2018 20:28
Magnús Már Einarsson
Bergur Ebbi: Heimir fer ekki heim fyrr en tanið verður eins og sófasett
Icelandair
Bergur Ebbi í góðum gír.
Bergur Ebbi í góðum gír.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var ólýsanlegt og einstök stund," segir grínistinn Bergur Ebbi Benediktsson um þá upplifun að sjá Ísland gera 1-1 jafntefli gegn Argentínu í fyrsta leik á HM.

Bergur Ebbi mætti á sinn fyrsta leik á HM á laugardag og í dag skemmti hann íslenska landsliðinu ásamt félögum sínum í Mið-Ísland. Þeir flugu frá Moskvu til Gelendzhik í boði Vodafone til að skemma strákunum.

Bergur segist hrífast mikið með íslenska landsliðinu og fylgjast vel með gangi mála. „Maður lúsles alla miðla. Ég fæ aldrei nóg. Ég get lesið endalaust um þetta. Maður veit hvað sjúkraþjálfarinn heitir," sagði Bergur.

Leið eins og í Call of duty
Til að komast inn á hótel íslenska landsliðsins þurftu Mið-Ísland bræður að fara í gegnum rosalega öryggisleit.

„Áður en maður fer á svið þá á maður moment. Maður fær sér vatn, pissar og gerir sig kláran. Það moment átti sér stað þar sem voru gæar með vélbyssur að reykja sígarettur. Ég átti það moment á einhverju klósetti sem var eins og Call of duty dæmi."

„Síðan kom maður inn á hótelið sem er ótrúlega flott. Þá var maður kominn inn í innsta vígi hjá landsliðinu. Maður tók eitt uppistand og peppaði þá og spjallaði við þá sem og teymið í kringum þá. Það er gríðarlegur heiður."


Bergur er bjartsýnn á að íslenska liðið fari langt á HM. „Eitt af því sem ég var að djóka með er að Heimir (Hallgrímsson) vill ekki fara heim fyrr en hann verður búinn að ná svo djúpu tani að það er orðið eins og Chesterfield sófasett. Ætli það sé ekki eitthvað vel inn í útsláttarkeppnina," sagði Bergur og skellti upp úr.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner