Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mán 18. júní 2018 13:53
Ívan Guðjón Baldursson
HM: Svíar höfðu betur gegn Kóreu
Granqvist og Ekdal fögnuðu af mikilli innlifun.
Granqvist og Ekdal fögnuðu af mikilli innlifun.
Mynd: Getty Images
Svíþjóð 1 - 0 Suður-Kórea
1-0 Andreas Granqvist ('65, víti)

Svíar mættu Suður-Kóreu í fyrstu umferð F-riðilsins og áttu frændur okkar góðan leik.

Sænska liðið var mun betra og hefði getað skorað nokkur mörk ef ekki fyrir slaka nýtingu.

Varnarmaðurinn Andreas Granqvist gerði eina mark Svía í síðari hálfleik þegar hann skoraði örugglega úr vítaspyrnu.

Dómarinn lét leikinn halda áfram til að byrja með en svo var VAR notað og vítaspyrna dæmd.

Suður-Kórea fékk nokkur hálffæri undir lokin en kom knettinum ekki inn og sanngjarn sigur Svía staðreynd.
Athugasemdir
banner
banner