Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mán 18. júní 2018 12:30
Arnar Daði Arnarsson
Mikill hiti í kortunum þegar Ísland mætir Nígeríu
Icelandair
Birkir Bjarnason og liðsfélagar hans leika í miklum hita á föstudaginn.
Birkir Bjarnason og liðsfélagar hans leika í miklum hita á föstudaginn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Samkvæmt veðurspám má búast við gríðarlegum hita þegar Ísland mætir Nígeríu í Volgograd í Rússlandi á föstudaginn í öðrum leik liðanna á Heimsmeistaramótinu.

Þó svo að leikurinn fari fram klukkan 18:00 á staðartíma er spáð að hitinn verði rúmlega 30 gráður.

Fyrr um daginn má búast við að hitinn í Volgograd þar sem leikurinn fer fram fari í hátt í 40 gráðurnar.

Hitinn hlýtur að setja strik í reikninginn á meðan leik stendur og spurning hvort að Nígeríumenn njóti góðs af þessum hita, eða í það minnsta þoli hitann betur en okkar menn frá Íslandi.

Það verður þó að koma í ljós þegar leikurinn fer fram.


Athugasemdir
banner
banner
banner