mán 18. júní 2018 06:00
Gunnar Logi Gylfason
Son vonast eftir kraftaverki til að losna undan herskyldu
Heung-min Son
Heung-min Son
Mynd: Getty Images
Heung-min Son, landsliðsmaður Suður-Kóreu, vonast eftir kraftaverki á heimsmeistaramótinu svo að hann geti sloppið við herskyldu í heimalandinu.

Ef Suður-Kórea nær ekki góðum árangri á heimsmeistaramótinu né Asíuleikunum í lok sumars á Son von á því að vera kallaður fljótlega til þessa að sinna 21 mánaða herskyldu.

Allir líkamlega og andlega heilir karlmenn þurfa að gegna þessari herskyldu. Ef hann fer þarf hann að vera með ákveðna klippingu og fá töluverða launalækkun þar sem hann mun fá undir 100 Bandaríkjadollara á mánuði.

Þegar Suður-Kórea komst í undanúrslitin á heimsmeistaramótinu sem haldið var í Japan og Suður-Kóreu árið 2002 ákváðu stjórnvöld í landinu að leyfa leikmönnum landsliðsins að sleppa við þessa skyldu.

Ólíklegt þykir að Suður-Kórea komist svo langt í ár en hann getur enn bjargað sér með sigri á Asíumótinu á Indónesíu í lok sumars.

Síðustu Asíuleikar voru haldnir árið 2014 en þá var Son á mála hjá Bayer Leverkusen og félagið gaf honum ekki leyfi til þess að spila á mótinu en mótið er ekki samþykkt af FIFA. Á Asíuleikunum eru leikmenn undir 23 ára sem spila fyrir þjóðina auk þess að þrír eldri leikmenn eru leyfðir.

Þeir leikmenn sem spiluðu á því móti sluppu við 21 mánaða herskyldu og þurftu aðeins að fara í 4 mánaða þjálfunarbúðir.

Spennandi verður að fylgjast með Son og liðsfélögum hans í Suður-Kóreu og hvort þeim takist að komast hjá herskyldunni með góðu gengi á heimsmeistaramótinu eða Asíuleikunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner