Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 18. júní 2019 14:19
Arnar Daði Arnarsson
Bjössi Hreiðars: Viljum vera í góðum möguleika fyrir seinni leikinn
Valsmenn mæta Maribor.
Valsmenn mæta Maribor.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Verður Hannes með á morgun?
Verður Hannes með á morgun?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta leggst mjög vel í okkur. Við mættum svipuðum andstæðingum fyrir tveimur árum þegar við mættum Domzale og það voru tveir jafnir og hörkuleikir sem við töpuðum," sagði Sigurbjörn Hreiðarsson, aðstoðarþjálfari Vals í samtali við Fótbolta.net.

Valur drógst gegn slóvenskumeisturunum í Maribor í fyrstu umferð í forkeppni Meistaradeildarinnar.

„Við teljum okkur vera komnir með meiri reynslu í Evrópuleikjunum heldur en þá og við erum bjartsýnir þannig lagað," sagði Bjössi og ítrekar að öll félögin sem þeir gátu dregist gegn eru gríðarlega sterk.

„Það var kannski BATE, Rosenborg og Maribor sem voru sterkari mótherjar en hin þrjú. Við hefðum mögulega viljað fá eitt af hinum liðunum en það er ekkert hægt að velja í þessu. Við þurfum bara að mæta Maribor eins og menn."

Valur mun leika fyrri leikinn á heimavelli á Hlíðarenda, 9. eða 10. júlí og seinni leikurinn verður svo ytra 16. eða 17. júlí. Bjössi segir það ekki skipta miklu máli í heildarsamhenginu hvort fyrri leikurinn sé leikinn heima eða ytra.

„Við þurfum bara að standa uppréttir eftir fyrri leikinn, sama hvort hann hefði verið heima eða úti og eiga möguleika í seinni leiknum. Það er það sem maður vill sjá eftir fyrri leikinn í þessum Evrópuleikjum. Við viljum vera í góðum möguleika fyrir seinni leikinn á að komast áfram."

Verður Hannes með á morgun?
Valur fer í Frostaskjólið annað kvöld og mætir þar KR í 9. umferð Pepsi Max-deildarinnar. Landsliðsmarkvörðurinn, Hannes Þór Halldórsson lék ekki með Val í 5-1 sigri liðsins gegn ÍBV á laugardaginn vegna meiðsla. Bjössi vildi lítið gefa upp hvort Hannes væri orðinn leikfær fyrir leikinn á morgun og hvort hann myndi æfa með Val á æfingu í dag.

„Það verður að koma í ljós. Við sjáum hvað setur, ég vona það. Maður veit það ekki ennþá," sagði Sigurbjörn Hreiðarsson aðstoðarþjálfari Vals að lokum.

Sjá einnig:
Valur til Slóveníu í Meistaradeildinni
Athugasemdir
banner
banner
banner