Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 18. júní 2019 09:50
Elvar Geir Magnússon
Foden á bekknum hjá enska U21-landsliðinu
Phil Foden.
Phil Foden.
Mynd: Getty Images
England leikur í kvöld sinn fyrsta leik á EM U21-landsliða en liðið mætir þá Frakklandi.

Það vekur athygli enskra fjölmiðla að Phil Foden, miðjumaður Manchester City, á að byrja á bekknum. Mason Mount, miðjumaður Chelsea, á að byrja í hans stað.

Mount lék virkilega vel með Derby á lánssamningi á liðnu tímabili.

Talað hefur verið um Foden sem eina helstu stjörnu EM U21 landsliða en hann er talinn einn allra efnilegasti leikmaður Englendinga.

Annað áhugavert í byrjunarliði enska liðsins er að Dominic Solanke er valinn fram yfir Dominic Calvert-Lewin í sókninni.

England og Ítalía eru í C-riðli mótsins ásamt Rúmeníu og Króatíu. Aðeins efsta lið hvers riðils og það lið sem hefur bestan árangur í öðru sæti komast í undanúrslit svo það er lítið svigrúm til að misstíga sig.

Ítalía er gestgjafi mótsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner