Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 18. júní 2019 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Harry Redknapp: Lampard hlýtur að taka við Chelsea
Harry Redknapp ásamt Frank Lampard eldri árið 1999. Redknapp var knattspyrnustjóri West Ham á þeim tíma og Lampard aðstoðarmaður hans.
Harry Redknapp ásamt Frank Lampard eldri árið 1999. Redknapp var knattspyrnustjóri West Ham á þeim tíma og Lampard aðstoðarmaður hans.
Mynd: Getty Images
Harry Redknapp, frændi Frank Lampard og fyrrverandi knattspyrnustjóri Tottenham, segist búast sterklega við því að Lampard taki við Chelsea á næstu dögum.

Lampard hefur verið orðaður við stjórastarfið hjá sínu gamla félagi eftir að Maurizio Sarri var seldur til Juventus.

Lampard er í guðatölu á Stamford Bridge og gerði góða hluti með Derby County á sínu fyrsta tímabili sem knattspyrnustjóri. Hann var hársbreidd frá því að koma liðinu upp í ensku úrvalsdeildina og vill stjórn Derby ekki missa hann frá sér.

„Það yrði erfitt fyrir Frank að hafna starfinu hjá Chelsea. Að mínu mati er hann næsti stjóri Chelsea, hann hlýtur að taka við félaginu," sagði Redknapp.

„Það getur enginn tapað á þessu. Ráðningin á Lampard verður talin góð svo lengi sem hann endar í efstu sex sætum úrvalsdeildarinnar. Ef hann nær topp fjórum þá verður þetta frábært tímabil.

„Hann má ekki kaupa leikmenn en mun nota ungstirnin. Hann komst næstum upp með Derby og var óhræddur við að gefa ungum leikmönnum tækifæri."

Athugasemdir
banner
banner
banner