Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 18. júní 2019 11:26
Elvar Geir Magnússon
James Rodriguez til Napoli?
James Rodriguez.
James Rodriguez.
Mynd: Getty Images
Real Madrid er tilbúið að lána James Rodriguez til Napoli, samkvæmt Sky Sports Italia. Napoli endaði í öðru sæti ítölsku A-deildarinnar.

Kólumbíumaðurinn hefur síðustu tvö ár verið á láni hjá Bayern München en bað félagið um að nýta ekki ákvæði um að kaupa sig.

Stjóri Napoli er Carlo Ancelotti sem vann með James hjá Real og Bayern.

Real Madrid hafði vonast til að selja þennan 27 ára leikmann en erfiðlega gekk að finna félag sem var tilbúið að ganga að verðmiðanum og launakröfunum.

James gekk í raðir Real Madrid 2014 eftir að hafa spilað frábærlega með kólumbíska landsliðinu á HM.

Hann náði ekki að vinna sér inn fast sæti hjá Madrídarliðinu og komst aldrei á almennilegt flug hjá Bayern heldur.

Real Madrid hefur fengið til sín Luka Jovic og Eden Hazard og ljóst að ekkert pláss er fyrir James í áætlunum Zinedine Zidane.
Athugasemdir
banner
banner