Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 18. júní 2019 23:00
Arnar Helgi Magnússon
Mourinho spenntur fyrir því að þjálfa landslið
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho er enn án starfs eftir að hafa verið rekinn frá Manchester United í desember á síðasta ári.

Hann segist vera klár í ný verkefni og nýjar áskoranir. Hann útilokar ekki að sitt næsta þjálfarastarf verði með landslið.

„Ég vil spreyta mig í mótum sem að ég hef ekki tekið þátt í áður. Þá er ég að tala um EM og Heimsmeistaramótið," sagði Mourinho.

„Það er langt síðan að ég byrjaði að láta mig dreyma um landsliðsstarf. Ég er alltaf til í ný ævintýri. Eins og staðan er núna er ég spenntari fyrir landsliðsþjálfarastarfi en félagsliði."

Liggur ekki beinast við að Portúgalinn taki við portúgalska landsliðinu?

„Ekkert endilega. Ég veit ekki hvort það lið myndi henta mér, við sjáum hvað setur," sagði Mourinho að lokum.
Athugasemdir
banner