Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 18. júní 2019 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Stuðningsmenn Napoli fjarlægðu veggskjöld Sarri
Mynd: Getty Images
Þetta hefur verið sumar mikilla svika í ítalska boltanum þar sem stuðningsmenn Juventus eru brjálaðir út í Antonio Conte sem tók við helstu erkifjendunum í Inter. Nú eru stuðningsmenn Napoli einnig bálreiðir, og mögulega reiðari, eftir að Maurizio Sarri var ráðinn til Juventus.

Fjandskapur Napoli og Juve nær langt aftur í tímann og er í raun pólitísk barátta suðursins (Napolí) og norðursins (Tórínó). Undanfarin ár hefur verið kynt mikið undir þessum fjandskap sérstaklega þegar Napoli komst nálægt því að stela Ítalíumeistaratitlinum af Juve undir stjórn Sarri.

Sarri var dáður í Napoli fyrir að færa liðið á sömu hæðir og fyrir rúmlega 25 árum og var veggskjöldur settur upp í götunni þar sem hann fæddist.

„Hér fæddist Herforinginn Maurizio Sarri. Fólkið í Napolí þakkar skapara Fegurðarinnar. Að eilífu Herforingi!" stendur á veggskildinum. Sarri var gjarnan kallaður Herforinginn og 'skapari fegurðar' í Napolí.

Nú er búið að fjarlægja þennan veggskjöld og hefur hótunum frá óhressum stuðningsmönnum Napoli rignt yfir Sarri, sem þarf að passa sig úti á götum Napolí. Í það minnsta meðan hann er við stjórnvölinn hjá Juve.

Sarri mátti búast við þessu, enda var hann við stjórnvölinn þegar Gonzalo Higuain skipti yfir til Juventus og vakti þannig ofsareiði stuðningsmanna. Sarri gagnrýndi þá ákvörðun hans harðlega og var þekktur fyrir að sýna andúð í garð Juventus. Hann gaf stuðningsmönnum Juve til dæmis puttann á tíma sínum hjá Napoli.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner