Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 18. júní 2019 19:00
Arnar Helgi Magnússon
Torreira ekki ánægður með lífið á Englandi
Mynd: Getty Images
Lucas Torreira er ekki alveg nægilega sáttur með lífið á Englandi en hann gekk í raðir Arsenal fyrir tæpu ári síðan frá Sampdoria.

Hann hefur nú verið orðaður við endurkomu í ítölsku deildina, þá til AC Milan.

„Ég get ekki talið upp marga hluti sem að hafa heillað mig við England. Mér leið betur á Ítalíu, þetta er allt annar menningarheimur hér," segir Torreira.

„Ég hef átt í erfiðleikum með tungumálið og það hefur hamlað samskipti mín við liðsfélaga og annað fólk."

Hann er ekki ánægður með veðurfarið á Englandi.

„Ég fer út snemma á morgnanna og þá er skýjað. Svo kem ég heim seinni partinn og þá er enn þá skýjað, breytist aldrei."

Torreira lék 34 leiki fyrir Arsenal á leiktíðinni og skoraði í þeim tvö mörk.
Athugasemdir
banner
banner