þri 18. júní 2019 12:51
Elvar Geir Magnússon
Valur til Slóveníu í Meistaradeildinni
Heimir Guðjóns til Helsinki
Valsmenn leika gegn Maribor.
Valsmenn leika gegn Maribor.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Maribor mætti FH 2017.
Maribor mætti FH 2017.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Nú rétt í þessu var dregið í fyrstu umferð í forkeppni Meistaradeildarinnar en Íslandsmeistarar Vals voru í pottinum. Þeir munu mæta Maribor frá Slóveníu.

Valur mun leika fyrri leikinn á heimavelli á Hlíðarenda, 9. eða 10. júlí og seinni leikurinn verður svo ytra 16. eða 17. júlí.

FH mætti Maribor 2017 en slóvensku meistararnir unnu báða leikina 1-0 og einvígið samtals 2-0. Liðið komst svo í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Heimir Guðjónsson og lærisveinar hans í færeyska meistaraliðinu HB voru einnig í pottinum og munu mæta HJK Helsinki. Brynjar Hlöðversson, fyrrum leikmaður Leiknis, leikur með HB.

Rúnar Már Sigurjónsson er nýgenginn í raðir Astana í Kasakstan sem mun mæta Cluj frá Rúmeníu.

Kol­beinn Sigþórs­son og félagar í AIK fara til Armeníu og Willum Þór Willumsson og félagar í BATE mæta pólska liðinu Piast Gliwice.

Drátturinn í heild:
Nomme Kalju FC - KF Shkendija
FK Suduva - Rauða Stjarnan
Ararat-Armenia - AIK
FC Astana - CFR 1907 Cluj
Ludogorets - Ferencvaros
FK Partizani - Qarabag FK
SK Slovan Bratislava - FK Sudjeska
Celtic FC - FK Sarajevo
FC Sheriff Tiraspol - Saburtalo
F91 Dudelange - Valletta
Valur Reykjavik - NK Maribor
Dundalk - Riga FC
The New Saints FC - Lið úr undankeppni
HJK Helsinki - HB
BATE Borisov - Piast Gliwice


Athugasemdir
banner
banner