Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 18. júní 2020 23:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
4. deild: Flest eftir bókinni en Uppsveitir unnu óvænt
Brynjar skoraði tvennu fyrir ÍH.
Brynjar skoraði tvennu fyrir ÍH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hvíti riddarinn byrjar á 4-0 sigri.
Hvíti riddarinn byrjar á 4-0 sigri.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Úr leik KH gegn KV á síðustu leiktíð. KH vann þægilegan sigur í kvöld.
Úr leik KH gegn KV á síðustu leiktíð. KH vann þægilegan sigur í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Það fóru alls fram sjö leikir í þremur riðlum í 4. deild karla í kvöld, en keppni hófst í deildinni fyrr í þessari viku.

A-riðill
Þrír leikir fóru fram í A-riðli þar sem ÍH er spáð efsta sæti og GG öðru. Þessi tvö lið unnu sína leiki í kvöld. GG vann 4-0 sigur á Afríku þar sem Milos Jugovic gerði þrennu og ÍH vann útisigur gegn Létti, 1-2, þar sem Brynjar Benediktsson, fyrrum leikmaður Hauka og FH meðal annars, skoraði tvennu. Frekar óvænt úrslit urðu hins vegar í riðlinum, ef miða má við spá Magnúsar Vals Böðvarssonar, því Uppsveitir unnu 3-1 útisigur gegn Ými.

GG 4 - 0 Afríka
1-0 Milos Jugovic ('34)
2-0 Daníel Andri Pálsson ('65)
3-0 Milos Jugovic ('83)
4-0 Milos Jugovic ('89)

Léttir 1 - 2 ÍH
0-1 Brynjar Benediktsson ('9)
0-2 Brynjar Benediktsson ('15)
1-2 Markaskorara vantar ('90)

Ýmir 1 - 3 Uppsveitir
0-1 Guðmundur Karl Eiríksson ('1)
0-2 Kristinn Sölvi Sigurgeirsson ('31)
0-3 Guðmundur Axel Blöndal ('36, sjálfsmark)
1-3 Eiður Gauti Sæbjörnsson ('72)

C-riðill
Í C-riðli var einn leikur þar sem KÁ og Ísbjörninn skildu jöfn á Ásvöllum, 2-2. Þorlákur Ingi Sigmarsson kom Ísbirninum tvisvar yfir, í bæði skiptin af vítapunktinum, en tvisvar náðu heimamenn í KÁ að jafna metin.

KÁ 2 - 2 Ísbjörninn
0-1 Þorlákur Ingi Sigmarsson ('25, víti)
1-1 Egill Örn Atlason ('27)
1-2 Þorlákur Ingi Sigmarsson ('73, víti)
2-2 Þórir Eiðsson ('88)

D-riðill
Í D-riðli voru þrír leikir. KH og Hvíti riddarinn byrja á sigrum. Hvíti riddarinn vann 5-1 sigur á Smára þar sem Ellert Hreinsson náði að klóra í bakkann undir lokin. KH vann þá mjög svo þægilegan útisigur á KB í Breiðholtinu, lokatölur þar 4-0. Kría og Mídas, sem spáð er fimmta og sjötta sæti riðilsins, gerðu jafntefli í fjörugum leik. Þar enduðu leikar 3-3.

Kría 3 - 3 Mídas
0-1 Steinar Haraldsson ('9)
0-2 Sigurjón Björn Grétarsson ('29)
1-2 Birkir Rafnsson ('33)
2-2 Steinar Haraldsson ('59, sjálfsmark)
2-3 Óskar Þór Jónsson ('65, víti)
3-3 Róbert Darri Jónsson ('78)

Hvíti riddarinn 5 - 1 Smári
1-0 Guðbjörn Smári Birgisson ('18)
2-0 Björgvin Heiðar Stefánsson ('57)
3-0 Guðbjörn Smári Birgisson ('60)
4-0 Haukur Hall Eyþórsson ('71)
5-0 Ingvi Þór Albertsson ('80)
5-1 Ellert Hreinsson ('88)

KB 0 - 4 KH
0-1 Alexander Lúðvígsson ('5)
0-2 Haukur Methúsalem Óskarsson ('28)
0-3 Jón Örn Ingólfsson ('31)
0-4 Gísli Rafnsson ('90)
Rautt spjald: Sævin Alexander Símonarson, KB ('70)

Sjá einnig:
Passion league spáin - 4. deildin í sumar
Athugasemdir
banner
banner