Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Jökull: Læti og stemning sem stuðningsmennirnir spúa yfir völlinn til strákanna
Helgi Fróði: Geggjað að vera í besta klúbbnum
Addi Grétars pirraður: Menn þurfa að hafa smá 'sens' fyrir því sem þeir eru að tala um
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
   fim 18. júní 2020 22:47
Stefán Marteinn Ólafsson
Árni: Verður erfitt að keppa við verðandi Íslands- og bikarmeistara
Árni Freyr Guðnason, annar þjálfara FH.
Árni Freyr Guðnason, annar þjálfara FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH heimsótti Stjörnukonur á Samsungvellinum í kvöld þegar flautað var til leiks í 2. umferð Pepsi Max deild kvenna.
Mikil jafnræði voru með liðunum framan af en snemma í seinni hálfleik sigldu Stjörnustelpur þægilegum sigri 3-0.

„Vonbrigði klárlega að fá á okkur þrjú mörk en vonbrigði eru fyrstu viðbrögð." Sagði Árni Freyr Guðnason annar þjálfara FH eftir leikinn í kvöld.

„Mér fannst við betri fram að markinu þeirra og í stöðunni 1-0, sérstaklega svo í seinni hálfleik áður en þær skora annað markið þá erum við með yfirhöndina í leiknum en eftir það tóku þær öll völd og skipurlagið okkar fór svolítið út um gluggann og lentum þar að leiðandi í vandræðum." 

Stjörnustelpur gerðu breytingu í hálfleik sem gerðu út um leikinn í seinni hálfleik þegar þær skiptu Shameeka Nikoda Fishley inn og hleypti það miklu lífi í sóknarleik Stjörnukvenna.

„Hún kom inná og er klárlega þeirra besti leikmaður, það munar mikið um að getað sett svona sterkan leikmann inná." 

Árni Freyr telur þó að FH geti tekið ýmislegt út úr þessum leik.

„Fyrstu þrjátíu mínúturnar fram að markinu þeirra og svo hvernig við komum inn í seinni hálfleikinn. Ég er viss um að ef við hefðum náð að jafna þarna í upphafi seinni hálfleiks þá hefði leikurinn getað snúist og það er svona oft í þessum blessaða bolta að mörk breyta miklu og svo fáum við annað markið á okkur þá var það andstæðan við það að við hefðum getað komið tilbaka en við gáfumst bara upp." 

Árni Freyr staðfesti þá að FH eigi von á frekari styrkingum fyrir sumarið.

„Já við erum með einn erlendan leikmann sem er komin til landsins og byrjuð að æfa með okkur en hún er ekki með leikheimild þannig það vantaði hana heldur betur í dag en hún er klár á þriðjudaginn." 

FH fær Selfoss í heimsókn í næstu umferð og ekki verður verkefnið léttara við það.

„Það verður erfitt að keppa við verðandi Íslands-og bikarmeistara en við þurfum bara að koma og spila okkar leik og ef við náum okkar rythma í leikinn þá hef ég engar áhyggjur." 
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner