Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 18. júní 2020 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pape loksins laus við meiðsli og vill spila í Lengjudeildinni
Lengjudeildin
Pape í leik með Víkingi Ólafsvík fyrir tveimur árum.
Pape í leik með Víkingi Ólafsvík fyrir tveimur árum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pape Mamadou Faye vonast til þess að finna sér lið, helst í Lengjudeildinni, til að spila með í sumar.

Þessi öflugi sóknarmaður segir í samtali við Fótbolta.net að hann hafi verið í Senegal frá því í febrúar í endurhæfingu á meiðslum sem hafi lengi verið að hrjá hann.

„Staðan hjá mér er sú að ég fór í aðgerð á fæti síðasta haust, í september, og þurfti að vinna í því að komast aftur til baka. Ég hef verið í Senegal frá því febrúar að vinna í því að koma til baka. Það hefur gengið mjög vel, ég er loksins kominn aftur í formið sem ég vil vera í, líður vel í fætinum og er byrjaður að spila fótbolta með ágætu liði hérna; æfa með þeim og spila æfingaleiki."

„Þetta voru meiðsli sem hafa verið að trufla mig síðustu tvö árin og þess vegna hef ég verið ólíkur sjálfum mér síðustu árin. Núna er ég loksins laus við meiðslin og er að vinna áfram í að vera eins góðu formi og ég get verið í."

„Ég reikna með að koma aftur til Íslands í næsta mánuði og vonandi get ég komist að hjá einhverju liði í Lengjudeildinni."

Pape, sem er 29 ára, spilaði með Þrótti Vogum síðasta sumar og skoraði þá fimm mörk í 15 leikjum í 2. deild. Hann er uppalinn í Fylki, en hefur einnig leikið með Leikni Reykjavík, Grindavík, Víkingi Reykjavík, Vestra (þá BÍ/Bolungarvík) og Víkingi Ólafsvík á sínum ferli hér á landi. Hann spilaði þá í Færeyjum 2018, með TB/FCS/Royn þar sem hann skoraði fimm mörk í 11 leikjum.
Athugasemdir
banner