Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 18. júní 2020 21:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Real Madrid líður vel á æfingasvæðinu
Real Madrid er aftur tveimur stigum frá Barcelona.
Real Madrid er aftur tveimur stigum frá Barcelona.
Mynd: Getty Images
Real Madrid heldur í við Barcelona á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar og baráttan um titilinn er mjög svo spennandi.

Madrídingar fengu Valencia í heimsókn á æfingasvæði sitt og unnu þar þægilegan sigur, þrátt fyrir að dágóðan tíma hefði tekið að brjóta ísinn.

Ísinn var loksins brotinn eftir rúman klukkutíma þegar sóknarmaðurinn vantmetni Karim Benzema skoraði eftir stoðsendingu Eden Hazard. Marco Asensio er kominn til baka úr meiðslum og hann skoraði annað mark Real þegar rúmur stundarfjórðungur var eftir af venjulegum leiktíma.

Benzema batt svo lokahnútinn á sigurinn með marki á 86. mínútu. Lokatölur 3-0 fyrir Real sem er aftur búið að minnka forskot Barcelona á toppi deildarinnar í tvö stig. Bæði Barcelona og Real Madrid eiga eftir að spila níu leiki.

Í hinum leik dagsins fóru tvö rauð spjöld á loft þegar Deportivo Alaves vann óvæntan sigur gegn Real Sociedad. Bæði lið misstu mann af velli á síðustu tíu mínútunum í nokkuð sanngjörnum 2-0 sigri Alaves.

Alaves er í 12. sæti La Liga, en Sociedad er í sjötta sæti. Martin Ödegaard og félagar í Sociedad misstu í dag af möguleika á að komast upp í Meistaradeildarsæti, en liðið er tveimur stigum frá fjórða sætinu - síðasta Meistaradeildarsætinu.

Alaves 2 - 0 Real Sociedad
1-0 Borja Sainz ('56 )
2-0 Martin Aguirregabiria ('90 )
Rautt spjald: Joseba Zaldua, Real Sociedad ('81), Tomas Pina, Alaves ('87)

Real Madrid 3 - 0 Valencia
1-0 Karim Benzema ('61 )
2-0 Marco Asensio ('74 )
3-0 Karim Benzema ('86 )

Sjá einnig:
Real Madrid hafnaði boði Atletico - Spila á æfingasvæðinu


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner