Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 18. júlí 2019 07:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Delph kemur ekki í stað Gueye"
Mynd: Heimasíða Everton
Mynd: Getty Images
Everton festi á mánudag kaup á Fabian Delph frá Manchester City. Verðmiðinn er talinn hljóða upp á níu milljónir punda.

Delph er miðjumaður en hefur undanfarin ár einnig spilað sem vinstri bakvörður hjá Pep Guardiola, stjóra City.

Marco Silva, stjóri Everton, tjáði sig í dag um framtíð Idrissa Gana Gueye sem hefur verið orðaður í burtu frá Everton.

„Gana er enn okkar leikmaður og ef við missum hann fáum við inn nýjan í staðinn. Hann spilar það mikið að við munum þurfa nýjan mann í hans stað yfirgefi hann félagið," sagði Silva í gær.

„Delph er ekki kominn hingað til að koma í stað Gueye. Ef Gueye fer þá kemur nýr leikmaður inn."
Athugasemdir
banner
banner
banner