Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 18. júlí 2019 17:30
Brynjar Ingi Erluson
El Hadji Diouf: Liverpool á ekki möguleika á að vinna deildina
El Hadji DIouf er alltaf hress
El Hadji DIouf er alltaf hress
Mynd: Getty Images
El Hadji Diouf, fyrrum leikmaður Liverpool, segir að félagið eigi ekki möguleika á að berjast um titilinn á komandi tímabili.

Diouf lék aðeins tvö tímabil með Liverpool en hann samdi við félagið árið 2002 eftir að hafa gert góða hluti á HM 2002 með senegalska landsliðinu.

Hann skoraði aðeins 6 mörk í 79 leikjum á tveimur tímabilum áður en hann var lánaður í Bolton. Diouf er ekki mikill aðdáandi Liverpool og hefur þá oft gagnrýnt Jamie Carragher og Steven Gerrard, fyrrum leikmenn félagsins.

Liverpool endaði í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili með 97 stig, aðeins stigi á eftir Manchester City. Diouf telur að Liverpool eigi ekki möguleika á að vinna titilinn á næsta tímabili.

„Þeir voru mjög góðir á síðasta tímabili en ég held að þeir geti ekki endurtekið leikinn í ár. Þeir misstu af tæklfærinu til að vinna titilinn á síðasta tímabili og öll tímabil eru ólík og miðað við hvernig liðið lagði allt í sölurnar þá er það ómögulegt að þeir nái sama árangri á næsta tímabili" sagði Diouf.

„Þeir voru ótrúlegir á því tímabili en sjáði hvernig þeir töpuðu titlinum, með aðeins einu stigi. Þannig ég verð að vera raunsær."

„Ég stend fastur á þeirri skoðun að liðið geti ekki endurtekið leikinn frá síðasta tímabili og haldið sama gæðastimpil,"
sagði hann í lokin.



Athugasemdir
banner